Á horni Rofabæjar og Fylkisvegar gegnt Krónunni er lítið grænt svæði sem fólk á göngu um hverfið styttir sér oftast skáhalt leið yfir í stað þess að ganga alla leið að gatnamótum gatnanna og nota gangstéttina. Af þessum sökum hefur myndast troðningur og stundum svað yfir grasbalann. Væri ekki tilvalið að helluleggja bara göngustíg þennan spöl og leyfa fólki bara að stytta sér leið án þess að traðka niður grasið.
Fólk vill frekar stytta sér leið skáhalt yfir svæðið og gerir það hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Lausnin er að leggja stíg skáhallt yfir grasið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation