Leiksvæðið við Ásgarð var endurnýjað fyrir nokkrum árum og er nú mjög vandað og gott og mikið notað af íbúum í hverfinu. Umferðarhávaði frá Bústaðavegi skemmir hinsvegar fyrir ánægjunni við að vera þarna með börn. Neðri hluti leiksvæðisins er alveg niðri við Bústaðaveg og aðeins opin girðing, runnar og nokkur tré eru á milli. Lagt er til að gamla lúna girðingin meðfram veginum verði fjarlægð og í staðinn komi hljóðveggur til að skerma af leiksvæðið betur fyrir umferðinni og bæta hljóðvist
Verulegrar hávaðamengunar gætir vegna þungrar umferðar um Bústaðaveg á þessum kafla. Þetta má glöggt sjá á hávaðakorti Reykjavíkurborgar (http://reykjavik.is/frettir/adgerdaraaetlun-gegn-havada , http://reykjavik.is/sites/default/files/vesturhluti_havadakort_loka.pdf). Víðast hvar annarsstaðar við ofanverðan Bústaðaveg hafa verið settar jarðvegsmanir eða annars konar hljóðvarnir meðfram lóðum.
Góð hugmynd þar sem mikill hávaði er frá Bústaðaveginum og er girðingin einnig orðin slitin og ljót.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation