Alltof mikið af grasi og lítið af bílastæðum. Þurfum að leggja lengst í burtu og "stela" stæðum frá öðrum. Sparast myndi í grasslætti í staðinn.
Við hönnun á seljahverfi á sínum tíma sáu menn að sjálfsögðu ekki þennan aukna bílaflota. Margir verða að leggja upp á gangstéttir og grastúnum og því ólöglega til að koma bílum sínum fyrir. Leiðindamál koma upp aftur og aftur þar sem fólk leggur misjafnan skilning hverjir eiga hvaða stæði. Og bílum eiga bara eftir að fjölga og vandamálin sömuleiðis.
Vil frekar sjá þessa "grasbala" nýtta undir "lágreist fjölbýlishús með litlum 40-100fm íbúðum".. með bílastæðahúsum undir. Halda íbúðafund fyrir "sameiginlegu stæðin" sem eru á sérlóðum í eigu Reykjavíkurborgar og merkja hvað hver blokk "á" þe. hvaða stæði tilheyra hvaða blokk.
Það þarf að tryggja jafnvægi á milli byggðar, grænna svæða og bílastæða.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation