Fríar pappírs-tunnur. Ruslagjald á þá sem dreifa frípósti.

Fríar pappírs-tunnur. Ruslagjald á þá sem dreifa frípósti.

Við ráðum litlu um hvað kemur inn um bréfalúguna og margt fer ólesið í tunnuna. Þær fyllast fljótt og eru allt of sjaldan tæmdar. Örari tæming eða auka tunna kostar okkur meiri peninga. Þeir sem gefa út þennan póst ættu að bera a.m.k. hluta kostnaðar sem fylgir því að eyða öllum þessum pappír. Gildi fyrir öll hverfi borgarinnar.

Points

Mér finnst fáránlegt að Pósturinn geti haft vald til að troða öllu þessu drasli inn í hús hjá fólki sem vill það ekki og biðst undan því.

Það væri mun nær að þeir sem kjósa að dreifa óumbeðnum pósti greiddu fyrir förgun hans, a.m.k. að hluta.

Ég fékk ekki já strax, viðmótið var "já en þetta er frítt og það hefur aldrei neinn kvartað yfir þessu fyrr". Ég þurfti að hóta bæði Póstdreifingu og Fréttablaðinu að senda reikning fyrir tunnunni.

Lög um úrvinnslugjald á pappír og fleira http://www.althingi.is/altext/126/s/1059.html

Ég held ég fari rétt með að það sé tekið förgunargjald af öllum pappír og pappa og því má í raun segja að þeir sem dreifa ruslpósti séu búnir að greiða fyrir pappírstunnurnar. Reyndar held ég að förgunargjaldið fari til ríkisins en sveitarfélögin sjá um sorphirðuna, kannski væri rétt að skoða það. Og ef pappírstunnur eru alltaf fullar þá þarf bara að bæta við pappírstunnum og greiða fyrir það

Sorrí.... en það virkar. Tölvupósturinn kemur aldrei en það verður merkt við þig í kerfinu því þau nenna ekki að fá annað svona símtal.

Styð þetta HEILSHUGAR en vil samt bæta við að hinn innri Indriði er farinn að vaxa ansi mikið í mörgum. Tvennt á að koma að hér: -Dreifendur EIGA að borga ruslagjald sem myndi vera eyrnamerkt til niðurgreiðslu á pappírstunnu. -Neytendur ÞURFA að vera meðvitaðir um hvað kemur inn á heimilin. Sjálf bý ég í 11 íbúða stigagangi. Það kostaði mig nokkur símtöl og tölvupósta auk límmiða frá Póstinum á lúguna, en var þess virði nú fáum við aldrei meira en 3 sett af ruslinu. Þetta voru 11 sett áður.

Ég er með 3 límmiða á lúgunni hjá mér. Afþakka fríblöð, Póstdreifing, Afþakka fjölpóst, Póstdreifing og Engan fjölpóst takk, Pósturinn. Dugir ekki til. Óþolandi.

Það er borgaraleg skylda þín að hringja spyrja eftir yfirmanni, og hóta að senda þeim reikning fyrir tunnugjaldinu spyrja hvað viðkomandi heitir og krefjast tölvupósts til staðfestingar á símtalinu.

Gæti ekki verið meira sammála þessu. Finnst óþolandi að ég sé ábyrgur fyrir að farga einhverjum pappír rétt sem ég hef engan áhuga að fá inn um lúguna hjá mér.

Tek undir þessa tillögu. Fríar pappírstunnur og bæti við; Reykjavíkurborg, endilega farið að taka við lífrænum úrgangi.

Hundeigendur hafa margir hverjir tekið sér þann rétt að vaða inn á einkalóðir og losa þar hundaskít í ruslatunnur. Er ekki kominn tími til að ræða þessi mál, sóðaskap og yfirgang hundeigenda í viðleitni þeirra við að losa sig við hindaskít án tillits til samborgaranna?

Póstur er úrelt fyrirbæri yfirhöfuđ.

Það eru engin rök á móti því að láta framleiðendur rusls borga fyrir urðun þess.

Hvað ætli fara mörg tonn af óumbeðin "fríblöðum" og ruslpóst ólesin beint í tunnu á dag í Reykjavík? Það er 2017! Er ekki hægt að þau sem vilja fá þetta fá það í formi einhverskonars app frekar??

Reykjavíkurborg ætti að leggja gjald á þá sem gefa út og dreifa svokölluðum ruslapósti til að dekka eyðingu hans. Hvers vegna eiga borgararnir að standa í öllu þessu fyrir óumbeðinn póst sem settur er inn um bréfalúguna á heimilinu? Núorðið lesa margir fréttir eingöngu á netinu og allur þessi pappírs-póstur fer ólesinn í tunnuna.

Löngu tímabært að íbúar borgarinnar þurfi ekki að greiða fyrir óumbeðna pappírssóun. Fólk þurfi að biðja um fríblöð, en ekki öfugt.

Það eru engin rök á móti því að láta framleiðendur rusls borga fyrir urðun þess.

Af fjórum íbúðum í húsinu er aðeins ein íbúð sem hefur áhuga á að fá eitthvað af þessum pósti inn til sín. Þrátt fyrir límmiða og merkingar á hurðum streyma bæði fríblöð og auglýsingapóstur inn til okkar allra og fara beina leið í tunnuna sem er iðulega meira en hálf full af pappír sem engin bað um eða hefur áhuga á, mér finnst réttast að þeir sem hafa sannarlega áhuga á þessum sendingum biðji sérstaklega um þær í stað þess að allir þurfi að (reyna) að hafna þeim.

Þú hefur fullt val á því hvort þú afþakkir fjölpóst/fríblöð eða ekki.. bara að hringja í fyrirtækin sem dreifa, afþakka fjölpóst og/eða fríblöð og þau senda þér límmiða til að setja á póstkassann/lúguna. Fyrirtækin eru t.d. Póstdreifing, Árvakur og Íslandspóstur :)

Þegar sífellt er vera að herða lög gegn ruslpósti á stafrænu formi, þá er ekkert gert fyrir ruslpósti í raunveruleikanum. Hverjum sem er er frjálst að setja hvað sem er inn um lúgu þína. "Engan fjölpóst takk" miði gildir bara fyrir Póstinn. Það ætti að þurfa miða sem tekur fram ef þú vilt eitthvað en ekki öfugt.

Við getum að hluta til stýrt því hvað kemur inn um lúguna. Ég afþakka fréttablöð og fjölpóst og hef aldrei fengið slíkt inn í lúguna eftir að miðinn kom á lúguna hjá mér. Ef maður pantar skyndibita með heim, er því öllu meira og minna pakkað inn í pappír og plast. Hvað með blöð sem við erum áskrifendur að? Hvað með matvöru pakkaða í pappír? Mér þykir ósanngjarnt að færa gjaldið eingöngu á sendendur fjölpósts, það er svo mikið meiri pappír í umferð heldur en fjölpóstur.

Eftir að ég fékk merkingu frá Póstinum um "engan fjöldapóst" (https://www.postur.is/einstaklingar/ertu-ad-flytja/afthakka-fjolpost/) og eftir að hafa svo haft samband við Fréttablaðið og Fréttatímann hef ég í algjörum undantekningar tilfellum fengið ruslpóst, mæli með að þú gerir það frekar en að gjöld séu lögð á þá sem framleiða þetta, enda fer það t.d. beint í vöruverð verslunar.

Þessi dreifingar og auglýsingaleið er úrelt og við getum geirneglt þessa umhverfissóun á ruslahauga fortíðarinnar með því að senda kostnaðinn þangað sem hann á heima.

Umhverfisrökin er næg. Einstaklingar eiga ekki að greiða fyrir flokkun heldur ættu umhverfisvænar tunnur að vera gjaldfrjálsar og gjaldtaka færð á þá sem dreifa ruslpósti eða á óumhverfisvænar tunnur. Og bara almennt þá sem stuðla ekki að flokkun.

Auðvitað á ekki að líðast að einkafyrirtæki geti óumbeðið sent neitt á einstaklinga, hvað þá að ganga á auðlindir heimsins og sent þær beint á sorphaugana. Þar sem markaðurinn hefur ekki tekist að leiðrétta þennan brest þá er sjálfsagt mál að við fólkið grípum inn í og sköpum hvata hjá fyrirtækjum til að fara sparlega með auðlindir.

Það meikar meiri sense að spara pappirinn frekar en að endurvinna hann...

Sérhvert tonn af endurunnum pappír sparar meira en 2,5 m3 af landi. Samkvæmt þyngd þá fer meiri pappír í endurvinnslu en plast, ál og gler samanlagt. Gerum Reykjavík betri og heimin betri í senn :-) ! Fríar pappírstunnur. www.ekkirusl.is

Friðhelgi heimilisins fótum troðið þessi hegðun er óþolandi

Einn besta hugmynd í sorpmálum síðastliðinn 20 ár. Ruslpóstur með ruslgjald er sanngjörn aðferð. Allur ruslpóstur sem fer óumbeðið heim til einhvers ætti að bera förgunargjald sem dekar allan förgunarkostnað á þeim pósti. Fólk á að biðja um póst en ekki þurfa að reyna stöðva að hann flæði inn um dyrnar eða í póstkassann hjá þeim.

Fólk á að hafa val um hvort það fær fríblöð eða ekki. Fólk sem vill fríblöð getur óskað eftir því sérstaklega. Aðrir sem vilja það ekki ættu ekki að þurfa að óska eftir því að fá eitthvað sem þau ekki vilja.

Frábært, enda er þetta blaðafár úrellt drasl.

„Löngu tíma­bært að íbú­ar borg­ar­inn­ar þurfi ekki að greiða fyr­ir förgun á óum­beðnum sorpblöðum. Eðlilegast að þeir sem dreifa borgi fyrir förgun á sýnu rusli

Frábær hugmynd. Fáránlegt að íbúar þurfi að borga fyrir losun á ruslpósti eins og nú er. Miklu nær að þeir sem eru að dreifa ruslpóstinum greið sérstakt gjald fyrir það. Auk þess eru pappírstunnurnar losaðar alltof sjaldan. Þær yfirfyllast því iðulega og blaðaruslið fýkur um allt hverfið.

Með því að dreifa fríum pappírstunnum myndi pappírinn frekar fara á réttan stað og þá er auðveldara að endurnýta hann. Gæti líka dregið úr pappírsrusli í umhverfinu trúi ég.

Væri ekki vitlaust að safna þessum frípósti saman og henda því á planið hjá þeim aðila sem dreifir

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information