Langt er fyrir fólk að labba með pappír, plast og flöskur ef búið er á þessu svæði. Flokkunartunnur eru í Bónus í Skeifunni og Grímsbæ. Þetta getur verið mjög óþægilegt fyrir gangandi vegfarendur.
Ég myndi vilja sjá stampa fyrir gler líka, og helst málma (eins og lok af krukkum, áldósir, álið utan af sprittkertum, o.fl.). Mér finnst alveg ferlegt að henda glerkrukkum í ruslið, (en ég hef ekki geymslustað fyrir þær) og í Danmörku eru svona glerstampar við flestar matvöruverslanir, í Frakklandi (höfuðborgarsvæðinu) eru glerstampar víða á gangstéttum/götuhornum, og ég held að langflestir búi í labbfæri við einn slíkan.
Ef búið er á milli Bústaðarvegs og Miklubrautar er langt í næstu flokkunarstöð. Margir vilja endurvinna en vegna aðstæðna eiga erfitt með að fara með plastið, pappírinn og dósirnar. Því neyðast margir til þess að skipuleggja ferðir í flokkunarstöðvar eða sorpu. Þetta er ekki gott fyrir bíllausa einstaklinga. Gatnamót Sogavegs og Réttarholtsvegs er góður staður fyrir flokkunarstöð.
Það vantar einnig ruslatunnur við sjoppuna eða á þessu svæði, það er miklu hent af umbúðum og nammibréfum á leiðinni frá sjoppu og upp í Réttó
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation