Einn af skemmtilegri "skógum" borgarhverfanna er í Grafarvogi. Staðsettur nánast í bakgarðinum hjá SÁÁ. Vinstra meginn við SÁÁ þegar ekið er inn á bílaplanið. Þar má finna 3-4 reynitegundir, hafþyrni, hindber, stikilsber, rifs, sólber og fleiri tegundir. Mín ósk sem garðyrkjufr. er sú að farið verði í smá endurbætur. Að þarna verði sett niður nokkrar tegundir af laukum og aukið við runna- og trjáfjölbreytni. Og að gróðursett verði í fyrstu lotu 15-20+ ávaxtatré.
Fallegt útivistarsvæði sem komið er aðeins til ára sinna og vantar örlittla endurnýjun.
Þarna var sumarbústaður sem hét Brekka; þá gæti svæðið heitið "Brekkuskógur"
Skemmtileg hugmynd og þarf ekki að vera dýrt, T.d., nota sumar vinnu unglinga í þetta með aðstoð garðyrkjufræðings.
Í minni fjölskyldu hefur þessi staður alltaf verið kallaður Gústalundur en þarna eru leifar sumarbústaðar Ágústar Jóhannessonar sem stofnaði Frón. (held ég) Flott að auka flóruna þarna en Gústi var mjög duglegur að flytja inn tré og gróður og gróðursetja þarna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation