Lagt er til að kláraðar verði gönguleiðir innan Úlfarsárdals líkt og hannað var í deiliskipulagi dalsins hannað af Landmótun. http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skipogbygg/skjol/ulfarsardalur_uppdr._2.pdf
Ég sé fyrir mér að Úlfarsárdalurinn geti orðið rosalega flott útivistarsvæði. Það mætti frá byrjun gera ráð fyrir sér hjólastíg svo ekki skapist sama hætta og á þó nokkrum stöðum í Elliðaárdalnum. Einnig æfinga- og leiktækjum, trjálundum með bekkjum o.fl.
Frábær gögnuleið fyrir fólk á öllum aldri þar sem hægt er að ganga, hjóla eða skokka.
Þarna þarf að klára stígagerðina í dalnum og planta trjám eins og skipulagið sýnir.
Væri strax til bóta að klára stíginn eftir dalnum endilöngum (í stað þess að þurfa að fara upp fyrir Reynisvatnsveg á kafla) og planta trjám. Dalurinn hefur alla burði til að verða dásamleg útivistarparadís.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation