Að gerð verði gönguljós þar sem nú er gangbraut á mótum Bræðraborgarstígs og Sólvallagötu.
Gönguljós á ekki að nota í götum sem eru með 1 akrein í hvora átt. Sérstaklega ekki íbúðagötum. Bara götum með 4 akreinar eða fleiri. Setja í staðinn upphækkaða gönguleið með gangbrautarskiltum og lýsingu á Bræðraborgarstíginn við Sólvallagötuna.
Gangbraut hefur ekki verið reynd þarna...
Mikill fjöldi ungra barna kemur gangandi á hverjum morgni á leið sinni í Vestubæjarskóla úr þeim hluta hverfisins sem liggur austan við Bræðraborgarstíg. Töluverður umferðarþungi er á Bræðraborgarstíg og ökuhraði sömuleiðis nokkuð hár. Margir foreldrar þeirra barna sem búa austan við Bræðraborgarstíginn og eru í Vestubæjarskóla hafa töluverðar áhyggjur af því að engin gönguljós sé að finna við götuna sem þeir telja hættulega ungum vegfarendum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation