Miklar upplýsingar eru til í fórum borgarinnar og víðar um villta náttúru í Laugarnesi, t.d. gróðurkort, skráning á villtum plöntum, fuglalíf, fjörur, jarðfræði. Óska eftir að unnin verði snyrtileg og myndræn kynningarspjöld úr varanlegu efni og þeim komið fyrir á völdum stöðum í Laugarnesi. Útdráttur mætti vera á ensku.
NB. Villtu gróðurblettirnir í Laugarnesi og fjaran eru þeir einu sem eftir eru á stóru svæði með norðurströnd Reykjavíkur. Hitt er allt meira og minna raskað af manninum. Mikilvægt að fræða borgarana um þessa villtu nárrúru.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation