Á milli blokkanna í Stífluseli og Tunguseli má fegra umhverfið - setja alvöru göngustíg, planta trjám, setja bekki og búa til fallegt umhverfi í kringum þennan stíg/sem hefur aldrei verið kláraður. Það er mjög auðvelt og þarf ekki að kosta miklu til, til að fegra svæðið þarna á milli. Hægt að setja upp bekki, búa til lítil leiksvæði og planta trjám. Eins verður að bæta lýsinguna á göngustíg sem liggur þvert úr Skógarseli á milli blokkana niður að Ölduselsskóla.
Íbúar í bokkunum bæði Stífluselsmegin og Tunguselssmegin eru með útsýni að þessum stíg sem hefur upp á svo margt að bjóða. Að setja þarna bekki, tré eða búa til skemmtileg leikskvæði myndi lífga upp á umhverfið og hvetja íbúana til útvistar.
Ég hef oftar en ég vil muna séð gangandi vegfarendur nánast keyrða niður á gangbrautinni við "Stöng /Skógarsel/og Miðskóga. Þarna er gangbrautin sem liggur að undirgöngunum beint í aðalumferðinni ,fólkið er í stórhættu. Þarna eru 10 akgreinar sem þarf að treysta að fólk sjái þann sem er að fara yfir ,í staðinn fyrir ef hún væri staðsett aðeins innar við Seljaskógana þá væru þær færri,og ekki í aðalumferðinni. þá væru bara 2 akreinar sem fara þar um,og ekki væri verra að hafa gangbrautaljós.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation