Þar sem búið er að leggja af skólastarf á Korpúlfstöðum finnst mér að það mætti fjarlægja hraðahindranirnar sem settar voru á veginn þegar skólastarf hófst þar.
Hraðahindrun á Strandvegi ofan við fyrrum skólagarða á líka engan rétt á sér lengur, þarna sést varla nokkur maður á ferli fótgangandi og auk þess er hún úr lagi gengin þannig að hætta er á að bíllinn skemmist ef ekið er hraðar en 30 km/klst. Hún hefur fengið að aflagast í friði og aldrei verið löguð enda ekki í strætóleið, en hraðahindranirnar á Korpúlfsstaðavegi voru þó lagaðar lítillega fyrir nokkrum árum, sjálfsagt að kröfu Strætó.
Þrátt fyrir að hindranirnar yrðu fjarlægðar eru fyrir hendi á sama stað bæði gangbraut og þrenging.
Hraðahindranir áfram þar sem gangandi umferð er enn nokkur. Þrengingar draga úr hraða en virka ekki á sama hátt og þrengingar.
Umferðarhraðinn á þessari götu er alltof hár miðað við fjölda gangandi, sérstaklega fjölda barna.
Gott að hafa hraðahindranir á Korpúlfstaðavegi. Fullt af gangandi vegfarendum sem eru á leið úr og í strætó og á leið í golf eða upp í Egilshöll. Ef ekki væru hraðhindranir þá væri umferðarhraði meiri.
Þessar hraðhindranir eru mjög lélegu ástandi. Til að þær þjónuðu sínum tilgangi mætti endurgera þær upp á nýtt.
Það mætti alveg skoða þetta af þar til bærum aðilum þar sem bæði rökin eru jafnfætis að mínu mati en ég er meira fylgjandi að fjarlægja hraðahindranir sem eru á mörgum stöðum allt of margar og háar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation