Gróðursetja á opna svæðinu milli Smárarima og Sóleyjarima

Gróðursetja á opna svæðinu milli  Smárarima og Sóleyjarima

Opna svæðið á milli Smárarima og Sóleyjarima býður upp á marga möguleika en er mjög vannýtt svæði. Þarna er í dag grassvæði sem nýtt er til leiks en það er hægt að gera það svæði mun skemmtilegra.

Points

Þetta svæði nýtist bæði þeim sem þarna búa. Skólanum og þeim sem eiga leið þarna hjá. Þarna er hægt að koma upp gróðri, sætum, miðju sem myndi nýtast á sumrin í leik og á haustin og vorin fyrir skólann. Einnig þarf að koma í veg fyrir að stöku bílar eiga þarna leið í gegn af einhverjum orsökum.

Væri mjög gott að setja tré upp við göngustíginn Smárarimamegin til að hefta rokið og snjóinn í austan og suðaustanáttinni. Einnig að gera þetta stóra svæði að skemmtilegu útivistarsvæði t.d að setja upp leiktæki og slétta betur grasið. Mætti nýta þetta svæði svo miklu betur!

Þessi framkvæmd yrði til að fegra svæðið og mynda skjól sem er mikilvægt.

Ég er alveg sammála því að setja upp einhver leiktæki og bekki en er ekki alveg sammála því að slétta úr grasinu. Það hefur aldrei verið neitt keppikefli að mínu mati að hafa gras eins slétt og gangstéttir, því það er öllum holt að ganga í mishæðóttu svo lengi sem ekki er grjót til að meiða sig á.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information