Listaháskólinn - færum 101 upp í Laugarnes ekki öfugt :-)

Listaháskólinn - færum 101 upp í Laugarnes ekki öfugt :-)

Allir listaskólarnir eiga að vera undir sama þaki í Laugarnesi. Þar með má gera öflugt mötuneyti sem einnig ferðamenn og gestir mega nýta sér. Mér finnst að mötuneytið eigi að vera uppi á þaki. Undirgöng undir Sæbraut, með aðdráttarafl vegna fegurðar, breið og björt og listaverk í sjálfu sér, tengd göngu- og hjólabrautakerfi borgarinnar, svæðinu með Frú Laugu og meðram sjó niður í bæ. Sjá skólann og hverfið sem heild. Styrkja hótela og kaffihúsagerð í hverfinu, hugsa heildrænt.

Points

Það er heilmikið svæði í kringum húsið sem er lítið nýtt, mæti láta arkitektanemana hanna nýstárlegt útisvæði. Ef það kæmu undirgöng þarna og tenging við sæbrautina fyrir gangandi og hjólandi nýttist svæðið líka betur.

Byggjum upp nýja Reykjavík þar sem hvert hverfissvæði er sjálfbært, eins og t.d. í París..... skólar, menning, vinnustaðir, verslunarkjarnar, skemmtileg útivistarsvæði... minnkum þennan þeyting um borgina!

Í staðinn fyrir að færa Listaskólann niður í miðbæ, á að búa til miðbæ upp í Laugarnesi. Færa alla listanemendurnar þangað, styrkja kaffihúsa- og þjónustu í hverfinu, jafnvel hótelbyggingar. Mötuneytið uppi á þaki, tengist risastóru gróðurhúsi, þar sem matur yrði ræktaður auk skrauttrjáa. Gestir gætu setið meðal trjánna og snætt matinn sinn, notið sólarinnar, horft yfir Faxaflóa, á Esjuna og inn yfir bæinn. Hluti af æfitýragerð hverfisins væru undirgöng undir Sæbraut við LHÍ

Húsið og lóðin í Laugarnesinu hefur það sem þarf til að byggja upp en gamli miðbærinn er bæði dýrari og svo þrengir ferðamannaiðnaðurinn að möguleikum á uppbyggingu. Húsið þar sem skólinn er starfræktur í Laugarnesinu er vannýtt en með því að helga allt húsið starfsseminni auk þess að nýta lóðina betur getur skólinn orðið sú listastofnun sem stefnt er að og við viljum sjá.

Að færa LHÍ í laugarnesið gæti gefið svæðinu í kring svo mikið. Það myndi styrkja kaffihús, búðir ofl. Nærvera skólans myndi auðga menningu á svæðinu þar sem oftar en ekki hafa nemendur áhuga á að starfa með nærumhverfi. Við gætum skapað menningarsamfélag sem á sér enga hliðstæðu annarstaðar í reykjavík. Það að allar deildir yrðu undir sama þaki myndi auka á verfaglega vinnu listamanna sem myndi án efa skila sér út í hverfið. Hér er einstakt tækifæri til þess að skapa fallegt samfélag saman.

Hugmynd vert er að skoða. Hlýtur að vera hagkvæmt að þróa þetta svæði með Listaskólann sem miðpunkt.

Góð hugmynd. Mötuneytið yrði með eitt flottasta útsýnið í borginni. Frábær hugmynd að búa til göng og tengja við Laugarnesið og göngustíginn niður í bæ, bara 3 km að fara niður í miðbæ! Það þarf hinsvegar að drífa í þessu áður en borgin klessir blokk þarna við bílastæðið hjá LHÍ.

Löngu kominn tìmi á að klàra þetta mál

Hef ekki skilið þessar röksemdarfærslu að fara með allt niður í 101 (þó að ég sé með starfsemi þar..) Það hlítur að vera eitthvað mikið að húsinu! Þetta er einhvern vegin svo sjálfgefið í mínum huga að hafa listaskólann þarna í Laugarnesinu með allt þetta útsýni, gönguleiðir. Svo er þetta í göngufæri við miðbæinn!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information