Kaldir pottar hafa verið gríðarlega vinsælir í sundlaugum landsins og það vantar einn slíkan í Árbæjarlaug.
Kaldir pottar eru víða og sundlaug eins og Árbæjarlaugin sem er ein best sundlaug borgarinnar á að hafa einn slíkan.
Frábær hugmynd!
Mikilvægt að Árbæjarlaug sé on top off things þegar kemur að sundi... og þar kemur kaldur pottur sterkt inn.
jamm. langar að sjá kaldann pott
Að fara í kaldan pott eftir góða æfingu er ótrúlega frískandi og ómissandi hluti af æfingunni.
Gott fyrir líkama og sál !
Við hér í Árbæjarhverfi eigum að vera jafn rétthá og hinir sem hafa kaldan pott. Við erum með flotta laug, en kaldur pottur gerir gæfumuninn
Kaldur pottur getur nýst fólki með verki eða bólgur í fótum afar vel, og væri mikilvæg viðbót við Árbæjarlaugina. Þó þyrfti að huga vel að aðgengi fólks í pottinn, því í mörgum sundlaugum þarf að klifra upp í köldu pottanna eða fara upp óþægilegar tröppur, sem gerir fólki með hné- og mjaðmavandamál erfitt fyrir.
😀
Kaldir pottar hafa reynst fólki vel og hafa verið mjög mikið notaðir þar sem þeir hafa verið settir. Kaldir pottar eru komnir í flestar laugar á höfuðborgarsvæðinu en því miður hefur Árbæjarlaugin ekki fengið einn slíkan.
Eina sem vantar !
Farðu bara í keppnislaugina eða þá laug þar sem gert er ráð fyrir að fólk sé að synda (sama laugin). Hún er ísköld og svo rennur kalda vatnið úr henni óhindrað inn á heitu laugina og líka inn á innisvæðið. Þetta er virkilega óþægilegt , sérstaklega fyrir ung börn. Vildi bara nefna þennan stóra galla á hönnuninni, en alveg með því að það verður settur kaldur pottur.)
Frábær hugmynd. Hefur allann minn stuðning.
Eina sem vantar i annars frabæra laug! Með ræktina og allskyns iþrotta iðkun hliðin a sundlauginni yrði aðsóknin i þenna pott gríðarleg
Allgjör snilld þessir köldu pottar sem eru á flestum sundlaugastöðum höfuðborgarsvæðisins. Eina sem vantar við annars stórgóða laug Árbæjar, og úr því þarf að bæta. Lítill kostnaður gerir þetta svo enn sjálfsagðara..
Kostir kalda vatnsins eru ótvíræðir, styrkja ónæmiskerfið og draga úr verkjum og bólgum. Það er fátt sem jafnast á við að sitja í köldum potti eftir t.d. hlaupaæfingu og því er einn slíkur kærkominn í Árbæjarlaug.
Hressir, bætir og kætir.
Eina sem vantar í þessa annars ágætu sundlaug. Það er þekkt að kalt bað styrkir ónæmiskerfið, dregur úr bólgum og verkjum og bætir svefn.
Myndi setja punktinn yfir i-ið á þessa frábæru laug!
Endurnærir sál og líkama eftir góða æfingu eitthvað sem allir ættu að geta nýtt sér
Mikið er ég sammála Jóhanni - hönnunin á lauginni er skelfileg. Ótrúlegt að sitja í vaðlauginni og vera að krókna úr kulda - einmitt sá staður í lauginni sem ætti að vera "hlýr" þannig að það sé hægt að vera þar og fylgjast með krökkunum. Kvartaði yfir kulda í vaðlauginni við yfirmann sundlaugar og það er víst bara svona af því að það er opið út í stóru laugina
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation