Hægja á umferð á Bergþórugötu með eyjum eða öðrum hraðahindrunum, og auka trjágróður við götuna.
Bergþórugatan er nokkuð breið og greiðfær bílum. Frá Frakkastíg að Vitastíg eru engar hraðahindranir. Þarna keyra bílar oft mjög hratt, langt yfir 30 km/klst. Við Bergþórugötuna er leikskóli, grunnskóli og sundlaug. Þarna er mikil umferð gangandi vegfarenda í tengslum við þessar stofnanir, oft skólabarna, og má búast við að umferð aukist eftir að útisundlaug opnar. Örugg og aðlaðandi gönguleið í nýja og betri sundhöll ásamt skóla ok leikskóla.
Umferðin við Bergþórugötuna er sérstaklega hættuleg í kring um Austurbæjarskóla en þar eru lítil börn hálf ósýnileg í myrkrinu á veturnar. Það myndi stórbæta öryggi barna ef hraða bíla væri stýrt betur og ef sett væri upp götulýsing við gatnamót Vitastígs sem nær niður á litla gangandi vegfarendur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation