Mikil umferð gangandi er allt árið yfir Geirsgötu til að komast í Hörpu oft í slagveðri, væri ekki auðvelt að útbúa tröppur rétt við Seðlabanka Íslands niður í bílakjallara Hörpu til þess að sleppa við umferðina og rokið sem er yfirleitt á þessum kafla.
Minkar hættu þegar gangandi fólk er að sæta lagi og hlauða yfir götuna til að komast í Hörpu. Eins að sleppa við rokið sem er oftast á þessum kafla og gestir Hörpu oftast spariklæddir að berjast um á þessu svæði.
Mér sýnist að á skipulagi fyrir nýjan bílakjallara verði gert ráð fyrir gangandi vegfarendur frá Lækjartorgi og er það vel gert í rokrassinum sem oft er þarna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation