Battavellir í stað malarvallar á Klambratúni

Battavellir í stað malarvallar á Klambratúni

Útbúnir verði 2-4 battavellir í stað malarvallarins sem nú er á Klambratúni. Battavellir hafa sannað sig sem eftirsóttir staðir til útiveru og hreyfingar, ekki síst fyrir börn og ungmenni, enda eru þeir sem staðsettir eru við grunnskóla Reykjavíkur í stöðugri notkun. Þessi viðbót yrði kærkomin fyrir fótboltaiðkendur sem hefur fjölgað mikið og annað áhugafólk. Malarvöllurinn hefur nánast ekkert verið nýttur í mörg ár þrátt fyrir að útivist á Klambratúni hafi aukist mikið.

Points

Battavellir hafa sannað sig sem eftirsóttir staðir til útiveru og hreyfingar, ekki síst fyrir börn og ungmenni, enda eru þeir sem staðsettir eru við grunnskóla Reykjavíkur í stöðugri notkun. Nauðsynlegt er að fjölga battavöllum og hafa víðar en við grunnskólana. Þessi viðbót yrði kærkomin fyrir fótboltaiðkendur sem hefur fjölgað mikið og annað áhugafólk. Malarvöllurinn hefur nánast ekkert verið nýttur í mörg ár þrátt fyrir að útivist á Klambratúni hafi aukist mikið.

Þessi malarvöllur er mikið lýti fyrir klambratúnið. Þetta myndi auka enn meiri notkun á svæðinu.

Völlurinn er ekkert nýttur í dag. Þetta væri mjög góð breyting sem myndi auka notkunina á Klambratúninu mjög mikið. Spurði strákana mín tvo út í þetta, sem eru 10 og 13 ára gamlir, og þeir eru harðir stuðningsmenn þessarar tillögu.

Ekki spurning, meira líf á Klambratún!

Það hversu umsetinn völlurinn við Austurbæjarskóla er langt fram á kvöld sýnir m.a. hversu mikil þörf er á að bæta aðstöðu til fótboltaiðkunar í hverfinu.

Battavellirnir hafa sannað notagildi sitt. Styð þessa hugmynd

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information