Gera Grensásveg tvöfalda til að koma í veg fyrir umferðatafir og setja aðrein og frárein inn á Bústaðarveg
Aldrei orðið vör við tafir þarna eftir breytingarnar, fer þarna um oft á dag. Engin þörf á að breikka götuna.
Umferðin er orðin hæg þarna á algjörlega óþörfu fyrir hjólastíga sem eru aldrei notaðir.
Hún er ekki hæg að óþörfu. Það var næstum búið að strauja niður barnið mitt á leið yfir götuna fyrir breytingu. Það eru mörg börn sem þurfa yfir götuna til að komast í Breiðagerðisskóla.
Þessar breytingar eru frábærar. Keyri þarna oft á dag og verð aldrei vör við teppur! Ef fólk er ósátt þá er bara spurning að skella sér af stað 5 mínútum fyrr :)
Fer reglulega þarna um og hef aldrei séð neina umferðarteppu. Legg til að fólk hætti að kvarta yfir þessari góðu breytingu sem hefur skilað sér í fallegri götu og öruggari fyrir íbúa og gangandi vegfarendur.
Algjörlega fráleit hugmynd. Borgin er fyrir fólk en ekki bíla, og ef þú hannar götur fyrir bíla, þá fjölgar bílum og fólki fækkar. Þar að auki er umferðin um Grensásveg engan vegin það mikil að það réttlæti tvöföldun. Reynum að vinna með gögn en ekki tilfinningar. Fyrir breytingarnar var gatan hættuleg bæði fyrir gangandi og akandi, og umferð allt of hröð. Gangstéttir voru of þröngar fyrir barnavagna og það háskaför að þvera götuna.
Ég verð að segja að mér finnst þessi breyting hafa verið til mikils batnaðar. Börn þurfa að fara yfir þessa götu til að fara í skóla og það er fráleitt að í miðju hverfi sé gata jafnbreið og Reykjanesbrautin. Ég keyri þarna daglega og verð ekki var við neina umferðarteppu og því sáttur við þær breytingar sem gerðar voru þarna.
Er alveg hæstánægð með nýjustu breytingarnar og verð aldrei vör við umferðarteppu ☀ finn fyrir meira umferðaröryggi. Græn gata þar sem umferðin er ekki eins hröð og áður og meiri gróður og fleiri bekkir 🌱
Breikkun Grensásvegar fyrir gangandi og hjólandi umferð (og þrenging fyrir bílaumferð) er dæmi um frábærlega heppnaða framkvæmd. Umferðaröryggi hefur aukist mikið, og teppur eru óþekktar.
Algjörlega fráleitt að leggja til að hverfa aftur til verra fyrirkomulags. Bý í miklu nábýli við Grensásveginn og ek hann daglega á álagstímum og þori að fullyrða það að breytingarnar á honum er til batnaðar fyrir alla og að allt tal um hæga umferð og miklar tafir er í besta falli stórlega ýkt .
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation