Gangstétt við Flókagötu meðfram Klambratúni
Já, gangstétt vantar á grasinu Klambratúnsmegin. Það sést vel að þarna er gengið. Helst steypta gangstétt. Einnig mætti skoða að gera hjólastíg. Annaðhvort tvístefnustíg meðfram gangstéttinni eða bara stíg uppávið meðfram gangstéttinni. (Flókagata er inn í hjólreiðaáætluninni frá 2010).
Borgin þarf þó að skoða hvort þetta sé ekki í öðru ferli innan borgarinnar. Því eins og bent er á hér fyrir neðan þá var þessu lofað fyrir 10 - 15 árum. íbúar í Norðurmýri sendu jafnramt bréf til Umhverfis og skipulagsráðs um að hæjga á ´bilaumferð á Flókagötu. Þar kom fram að það þyrfti einnig að leggja þarna gangstétt.
Hjólastígur og gangstétt meðfram Klambratúni við Flókagötu. Hjólastígur meðfram öllu Klambratúni.
ekki viss með sérstakan hjólastíg en gangstétt væri mjög hendug
Ég hef oft lent í bölvuðum vandræðum, bæði hjólandi og gangandi, vegna þess að það vantar stíg Klambratúnsmegin við Flókagötu. Ég hef aldrei skilið af hverju það er ekki löngu búið að gera þetta og mæli því heilshugar með framkvæmdinni.
Löngu tímabært og þessu var meira að segja lofað fyrir 10 - 15 árum. Þetta er ekki boðleg aðkoma fyrir gangandi gesti Kjarvalsstaða auk þess sem grenndargámar hverfisins eru á planinu við safnið. En þar fyrir utan er þetta eðlileg göngulína eftir Flókagötu.
Athyglisvert að í raun er engin aðskilin aðkoma gangandi vegfarenda að Kjarvalsstöðum frá Flókagötu. Gangandi og akandi deila innkeyrslunum frá gangbrautarlausri Flókagötu. Gangi fólk norðan Flókagötu þarf að skjótast milli bíla í stæðum og yfir götuna án gangbrautar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation