Göngubrú/undirgöng yfir/undir Suðurlandsbraut
Öruggari samgöngur frá Háaleiti yfir í Laugardal. Með þessu verður betra að fara gangandi í Laugardalinn (í stað þess að bíða og hlaupa svo yfir þessi fáranlegu gönguljós sem eru þar). Jafnvel hægt að börn geti stundað tómstundir (fimleika, sund, karate osfrv.) í Laugardalnum án þess að vera skutlað.
Það er stefna Reykjavíkurborgar að stuðla að vistvænum samgöngum innan borgarinnar. Skilgreind göngu- og hjólaleið úr Háaleiti niður í Laugardal með göngubrú yfir Suðurlandsbraut myndi auka sjálfstæði og öryggi barna í hverfinu í að komast sjálf á íþróttaæfingar og þannig draga úr notkun einkabílsins.
Þessa hugmynd verður að framkvæma svo börnin okkar geti komist örugg yfir Suðurlandsbrautina, sérstaklega þegar kemur að því að Fram flytur úr hverfinu svo börnin geti þá sótt einhverjar íþróttir í Laugardalnum.
Hættulegt að fara með börn yfir Suðurlandsbrautina. Alltof stutt græna ljósið. Maður þarf að hlaupa síðasta spölinn eða bíða á eyjunni. Alveg út í hött. Undirgöng eða brú væri lausnin.
Nú þegar til stendur að Fram flytji úr hverfinu er nauðsynlegt að hafa greiðan aðgang fyrir börnin í hverfinu á Þróttarasvæðið.
Mér hefur þótt mega fylgja með þessari frábæru hugmynd að endurskoða Vegmúlann og gera einfaldan. Þannig væri hægt að fá heildstæða lausn á flæði barna úr Háaleitishverfi niður í Laugardal.
Að gera undirgöng á þessum stað auðveldar flæði umferðar í allar áttir og er sérstaklega mikilvægt nú þegar Fram hyggst flytja úr Háaleitishverfi.
Mjög góð tillaga, verð að bæta við að það þyrfti líka að gera undirgöng undir Reykjaveginn fyrir gangandi og hjólandi. Finnst hjóla/gangandi ljósin yfir Reykjaveg með umferð bíla sem beygja í veg fyrir hjóla/gangandi inn á Reykjaveginn...bjóða uppá slys.
Geng þarna sjálf fram og til baka daglega. Seinnipartinn eru mikið af íþróttakrökkum að fara úr strætóskýlinu sunnan megin við suðurlandsbraut yfir brautina til þess að komast á æfingar. Undirgöng undir suðurlandsbraut myndi stórbæta öryggi og aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda að Laugardalnum
Tek undir það sem allir aðrir eru þegar búnir að segja... þetta varðar fyrst og fremst öryggi barnanna úr Háaleitishverfi sem sækja íþróttaiðkun í Laugardalinn. Það er mun stærri hópur barna en margan grunar og stækkar enn meira eftir því sem starfsemi Fram hverfur hraðar uppí úthverfi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation