Nýta þessa frábæru byrjendalaug við Ölduselsskóla og t.d. fjármagna viðhalda á henni og frekari þróun til framtíðar, t.d. heitum pottum, vaðlaug eða slíku. Opnun væri bara á laugardögum og sunnudögum yfir vetrartímann milli t.d. 12-17 og svo yfir sumartímann og þannig getur borgin nýtt betur þá fjárfestingu sem laugin er. Þessi laug er perla fyrir unga krakka til að leika sér og t.d. læra að synda. Stutt að fara fyrir þær fjölmörgu barnafjölskyldur sem búa í Seljahverfinu.
Laugin stendur of mikið lokuð og þar með er fastakostnaður alltof hár á nýtta klst yfir árið. Einnig væri hægt að byggja upp frekari þjónustu á frábæru grænu svæði þarna í kring í Seljadalnum, sem er grænt svæði með leiktækjum, frisbee golfvelli og þar gæti margt fleira komið sem nýtist íbúum.
Þetta væri mjög góð tilraun og í framtíðinni mætti byggja frekar upp og opna laugina almenningi til frambúðar.
Væri hægt að hafa samflot þarna við ýmis tækifæri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation