Það þarf nauðsynlega að reisa knatthús á Leiknisvöll sem gæti til dæmis verið sambærilegt knatthúsinu í Hveragerði.
það er mikið öryggi að börnin hér í Efra-Breiðholti hafi æfinga aðstöðuna sína hér og svo tekur aðeins stutta stund að rölta út á Leiknisvöll fyrir börnin sem æfa fótbolta. Eins og kom fram á fundi í febrúar sagði Dagur B. Eggertsson að hér í 111 væri langminnsta þátttakan í íþróttastarfi,það þarf að leggja áherslu á Efra-Breiðholtið, meiri uppbyggingu fyrir íþróttastarfið hér, knatthús á Leiknisvöll væri flott framtak.
Í dag eru börnin í Breiðholtinu að æfa knattspyrnu mestmegnis utandyra í öllum veðrum og vindum og væri þetta liður í jafnvel aukinni þátttöku í knattspyrnunni að bæta aðstöðuna fyrir börnin okkar.
börnin eru úti allan ársins hring á æfingum hjá Leikni. Knatthús myndi án efa auka þáttöku barnanna í fótboltann
Mæli mikið með því að koma því við að börn í 111 -hafi tök á að æfa fótbolta innanhúss allan ársins hring og einmitt innan síns hverfis. Að þau þurfi ekki að sækja góða eða betri aðstöðu í annað hverfi. Tel að þetta muni auka íþróttaþátttöku í hverfi 111.
Það veitir ekki af að gera allt sem hægt er til að auka íþróttaþátttöku barna í 111
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation