Drullubær, eða Leðjubær, yrði hálfvaranlegt eða tímabundið úrræði með frjálsri mætingu þar sem börn á aldrinum 8-13 ára gætu byggt kofa úr leirmassa eða trjásneiðum, og tekið þátt í annars konar skapandi aðgerðum þar sem fyrst og fremst yrðu nýtt náttúruleg efni. Hráefnin sem stefnt er að því að nota eru almennt talin vera sorp eða úrgangur og því yrði kostnaður – fyrir utan flutningskostnað – í algjöru lágmarki. Efnin er svo hægt að nýta aftur og aftur, allt þar til þau brotna niður.
Börn og unglingar þurfa góð svæði til útiveru og óformlegs leiks :) tek undir og styð
Heilt yfir elska krakkar drullu og drullumall. Komist þau í návígi við poll og dálitla mold tekur sköpunargleðin völdin, jafnvel þó efniviðurinn slettist og dreifist út um allt. Drullubær er tilraun til að sameina þessa subbulegu gleði hugmyndinni um Smíðavelli, sem er sárt saknað, með því að veita börnunum öruggt og gott umhverfi til að gera tilraunir með smíði úr leirmassa og trjásneiðum sem eru mun ódýrari og umhverfisvænni efni en þau sem nýtt voru á Smíðavöllum. Leðja og hús til að leika sé
Allt sem hvetur börn til að leika sér úti, með náttúruefni, er af hinu góða. Þau nýta sköpunargáfuna, þroskast félagslega, og viðvera þeirra við skjái minnkar. Alveg frábær hugmynd :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation