Sölubásar á Klambratúni

Sölubásar á Klambratúni

Hvað viltu láta gera? Setja niður nokkra fjölnota sölubása líkt og eru á Austurstræti í miðnænum. Með þeim gætu íbúar tekið frá bása, t.d. um helgar, og selt eða gefið varning af ýmsu tagi. Myndi fjölga fólki á Klambratúni, sérstaklega á sumrin og skapa góða stemmningu. Það þyrfti svo ekki nema eina Facebook síðu til þess að taka frá bása, auglýsa og halda utan um. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta myndi stuðla að endurnýtingu hluta sem annars færu á Sorpu eða í ruslið. Tækifæri fyrir fólk að losa sig við muni sem það kærir sig ekki um lengur og þá að hljóta endurnýjun lífdaga. Einnig væri hægt selja hressingar fyrir gesti og gangandi. Einnig tækifæri fyrir frumkvöðla til þess að kynna og/eða prufa sölu á nýjum vörum.

Points

Okkur hér í Þjónustuíbúðum Lönguhlíð finnst Sölubásar alveg frábær hugmynd. Stutt að fara fyrir eldra fólk sem treystir sér ekki að ganga í miðbæinn og upplifa markaðsstemningu og iðandi mannlíf í næsta nágrenni. Endurnýting og hringrás muna er líka má málanna í dag.

Engin mótrök, þetta mun þvílíkt lyfta upp hverfisbragnum. Staðsetningin er miðlæg og aðgenginleg öllum.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 – 2021 þar sem það samræmist ekki stefnu garðsins að hafa varanlega sölubása á Klambratúni. Ef fólk vill koma með tímabundna sölubása er hægt að sækja um leyfi hjá afnotadeild Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information