Norðlingaholtið er ungt hverfi og þangað flytja fjölskyldur með ung börn og fjölskyldur sem munu stækka næstu árin. Hverfið er ekki byggt með þá hugmyndafræði að fólk með ung börn og dagforeldrar í hverfinu hafi aðstöðu úti í leik með börnunum. Í hverfið þarf afgirtan leikvöll með leiktæki fyrir börn sem eru yngri en 2ja ára.
Nokkrir opnir leikvellir eru í Norðlingaholti en þeir eru fyrir eldri börn. Það vantar útiaðstöðu fyrir yngri börn heimavinnandi foreldra og fyrir dagforeldra. Útiaðstaðan þarf að vera örugg, hún þarf að uppfylla öryggiskröfur vegna aldurs barna og einnig að verja aðgengi katta að svæðinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation