Afar virk útideild leikskólans Rauðhóls í Norðlingaholti er staðsett í Björnslundi. Til að komast í Björnslund þurfa börn að þvera Ellilðabraut á stað þar sem hraði ökutækja er stundum hár. Hraðamörk eru þarna í dag 50 km/klst. en 30 km/klst. mörkin byrja aðeins lengra eða við Búðatorg. Tel ég auðvelda og ódýra aðgerð að færa 30 km/klst. hraðamörkin að gönguþveruninni að Björnslundi og bæta við upphækkun til að lækka hraða ökutækja.
Mikið af leikskólabörnum og grunnskólabörnum sækir í Björnslund og þverar Elliðabraut á stað þar sem hraðamörk eru 50 km/klst. Til að auka umferðaröryggi allra vegfarenda, sérstaklega þeirra barna sem sækja lundinn, myndi það vera afar jákvæð aðgerð að byrja 30 km/klst. við gönguþverunina og bæta við upphækkun til að lækka hraða ökutækja á þessu svæði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation