Sauna og gufa á bakka Laugardalslaugar við gamla innganginn

Sauna og gufa á bakka Laugardalslaugar við gamla innganginn

Í horninu þar sem stúkan og byggingin með inniklefunum mætast, þar sem áður var aðalinngangur laugarinnar (sjá merkingu á mynd), er kjörinn staður til að koma fyrir hvort tveggja sánu (þurrgufu) *og* vatnsgufu, með stórum gluggum, svo virða megi fyrir sér laugarsvæðið úr notalegheitunum.

Points

Stóran hluta af árinu er dagsbirta af skornum skammti hér á landi og því vert að leitast við að fjölga tækifærum til að njóta hennar; til dæmis með því að hafa þurr- og vatnsgufu í björtum rýmum með fallegu útsýni á laugarsvæðið. Dæmi um bjartan og rúmgóðan sánuklefa við almenningslaug í Danmörku má sjá hér: https://goo.gl/maps/hckDe2ggaWN2 , þar var meðal annars boðið upp á saunagus tíma, sem væri líka ánægjulegt að fá hingað.

Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina „Alvöru sauna í Laugardalslaug“ og er í kosningu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information