Merkingar við kennileiti og svæði í Skerjafirði

Merkingar við kennileiti og svæði í Skerjafirði

Setja upp skilti með nöfnum helstu kennileita og svæða í Skerjafirði t.d Aparóló, Skógarróló, Nonnatún, Shell völlur osfrv.

Points

Í gegnum árin hafa þau börn sem búið hafa í Skerjafirði fundið upp nöfn á alla róluvelli og opin leiksvæði í hverfinu sem væri gaman að varðveita. Upplagt er að setja upp merkingar á viðkomandi stöðum með nöfnunum bæði til þess að minnast fortíðarinnar og einnig til upplýsinga og áttunnar fyrir nýja íbúa og þá sem eiga leið um hverfið okkar. Sum þessara kennileita hafa haldist í tugi ára og því um að gera að varðveita söguna.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

þetta væri frábært fyrir hverfið!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information