Settar verði upp öryggismyndavélar á allar þrjár aðkomuleiðir að Grafarvogshverfi. Gullinbrú, Víkurveg og Korpúlfsstaðaveg. Öll umferð bíla að og frá mynduð og vistuð þannig að lögreglan geti skoðað ef þörf krefur. Jafnframt verði myndavélar tengdar þannig að lögreglan getið fylgst með þeim í rauntíma.
Tilgangurinn er að auka öryggi íbúa með fælingarmætti myndavéla sem vaktaðar eru af lögreglu. Upptökur úr öryggismyndavélum hafa margsannað gildi sitt og aðstæður í Grafarvogshverfi henta sérlega vel til heildarvöktunar þess. Myndavélar verði eingöngu tengdar lögreglu. Þær geti myndað bílnúmer bæði að framan og aftan, að degi sem nóttu.
Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina „Myndavélakerfi í Grafarvog“ sem er í kosningu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation