Hvernig væri að TENNIS og badmintonfélag Reykjavíkur fengi nú loksins tennisvelli? Eins gaman og það er hjá þeim í kópavoginum þá er það mjög þreytandi að þurfa alltaf að fara langa leið til að stunda sína íþrótt, sérstaklega eftir hörmulegar breytingar hjá strætó. Hvet þá sem vilja fjölbreytni í íþróttum að biðja um tennisvelli í TBR húsið svo allir geti notið af.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation