Gera blettinn við Ystabæ að útisamverusvæði fyrir unga sem aldna. Setja upp krefjandi leik- og klifurtæki úr náttúrulegum efnivið, mini-golfbrautir, legubekki, borð+setubekki og (yfirbyggt) útigrill þar sem hægt væri að eiga góða stund með vinum, börnum og vandamönnum. Nýta náttúrulega umhverfið og blanda því saman við tómstundartæki þar sem fagurfræðilegt sjónarmið er haft að leiðarljósi. Mögulega eitthvað þema. Gróðursetja rifs- og sólberjarunna (eru nú þegar hindberjarunnar).
Bætir útvistarmöguleika og skapar stemningu í hverfinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation