HÖGGMYND AF FRIÐRIK ÓLAFSSYNI STÓRMEISTARA Í SKÁK

HÖGGMYND AF FRIÐRIK ÓLAFSSYNI STÓRMEISTARA Í SKÁK

Lagt er til að drifið verði í því að steypa brjóstmynd af Friðriki Ólafssyni í eir, fyrsta og fremsta stórmeistara Íslendinga í skák, heiðursborgara Reykjavíkur. Gipsmynd eftir rússnesk/bandaríksa myndhöggvarann Pjotr Sappíro er til í varðveislu Skáksambands Íslands, sem gerði hana árið 1994 og hefur síðan beðið þess að verða sett á stall í miðborg Reykjavíkur. Vel færi á að styttan yrði reist á myndarlegum stöpli með skákmynstri við útitaflið við Lækjarbrekku.

Points

Ágætis tillaga í sjálfu sér. EN mér finnst sú regla að hið opinbera reisi eingöngu styttur af „góðum borgurum og merkismönnum" að þeim gengnum, ágætis vinnuregla. Friðrik Ólafsson er sem betur fer enn á meðal okkar.

Hugmynd þessi hefur áður verið viðruð við borgaryfirvöld sem hafa lýst sig fylgjandi henni ef unnt er að fjármagna hana enda Reykjavík oft verið kölluð höfuðborg skáklistarinnar. Friðrik var einn fremsti skákmaður heims á sínum tima og var kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE, embætti sem hann gegndi með miklum sóma í fjögur ár.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information