Stór hluti umferðar um Háaleitisbraut á milli Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er gegnumstreymi sem kemur hverfinu ekki við - enda eykst umferin á álagstímum. Ég legg til að gatan verði þrengd á tveimur stöðum - td. við gangbrautir, þannig að einungis einn bíll komist í gegn í einu. Þetta myndi einnig draga úr umferðarharða,. Borgin hefur gert þetta á nokkrum stöðum t.d. við Réttarholtsveg, við Einarsnes, við Vesturberg og í Grafarvogi.
Háaleitisbrautin var byggð áður en byggð byrjaði að nokkru marki í norðari hluta borgarinnar og mofellsbæ. Umferð sem á ekkert erindi í hverfið rennur í gegn á þeim tímum sem börnin eru að fara í skóla. Hluti byggðarinnar er yfir ervópskum stöðlum varðandi hljóðvist. Gerum hverfið mannlegra og vistvænna og hætttuminna og drögum úr umferð með þessari einföldu aðgerð, sem notuð hefur verið víða annarsstaðar í borginni. Kostnaðurinn við þessa aðgerð er í lágmarki miðað við árangur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation