Stytturöð við Sæbraut með Íslandssöguþema

Stytturöð við Sæbraut með Íslandssöguþema

Tillagan gengur út á að Reykjavíkurborg seti á fjárhagsáætlun að reisa eina styttu á ári, eftir allri Sæbrautinni. Samhliða ferðamannasprengjunni undanfarin ár hefur fólki fjölgað mjög á gangi eftir ströndinni við Sæbraut. Sólfarið er vinsælli ferðamannastaður en nokkurn hefði órað og það væri tilvalið að nýta vinsældir þess og gera að upphafspunkt stytturaðar sem næði að Borgartúni og dreifði þannig álagi. Stytturnar gætu vísað í Íslandssöguna (ein per öld?) og verið afhjúpaðar á Menningarnótt.

Points

Frábær hugmynd og auðvitað ætti að velja bæði kvenskörunga og karlskörunga sem styttur og einnig að listamennirnir væru af báðum kynjum. Þarna yrði þá Vísir að þjóðsögu landsins í myndum og máli.

Ég bý í Túnunum og hef tekið eftir mikilli fjölgun fótgangandi ferðamanna við Sæbrautina. Miðborgin er í raun farin að teygja sig að Kringlumýrarbrautinni í stað Snorrabrautar og tilvalið að nýta þetta svæði til að dreifa álaginu á Miðborgina. Stytturöð væri skemmtileg leið til að tengja saman íslenska list, sögu og menningu, náttúru og álagsstýringu. Kannski væri þarna líka tilvalin leið til að rétta hlut nafngreindra kvenna í íslenskri högglist.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information