Lagfæra/fjölga bílastæðum við leikskólann Jöklaborg

Lagfæra/fjölga bílastæðum við leikskólann Jöklaborg

Lagfæra þarf svæði gengt leikskólanum svo hægt sé að nota það sem bílastæði, einnig má gera bílastæði alla leiðina í innkeyrslu að leikskólanum.

Points

Í dag eru fjölskyldur 106 barna að koma í leikskólann daglega . Þar sem leikskólinn er í úthverfi má gefa sér að foreldrar séu að koma víða að úr borginni og frá öðrum sveitafélögum og koma akandi með og að sækja börn sín. Bílastæði þau sem eru nú þegar eru engan veginn að duga. Um 30 starfsmenn eru starfandi í leikskólanum og koma þeir einnig víða að. Það ætti að vera hægur vandi að bæta við bílastæðum alla leiðina eftir innkeyrslunni.

Til móts við hið eiginlega bílastæði er grasbali sem áður vísaði að skólagörðunum sem þar voru. Nú er þetta eitt moldarflag en engu að síður notað sem bílastæði þegar foreldrar eru að koma með börn sín á leikskólann. Oft getur verið erfitt að leggja þarna þar sem gengið er beint ofan í þykka drullupolla og foreldrar að klöngrast með börn sín þarna yfir í leikskólann. Mætti ekki bæta við malbikuðum bílastæðum þar enda hvort sem er notuð sem slík en við slæmar aðstæður. Kv. foreldri.

Vantar bílastæði, sérstaklega á viðburðardögum

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information