Göngubrú/undirgöng frá Suðurveri yfir Kringlumýrarbraut

Göngubrú/undirgöng frá Suðurveri yfir Kringlumýrarbraut

Byggð væri göngubrú yfir gífurlega þunga umferðaræð sem Kringlumýrarbraut er - frá Suðurveri. Einnig koma undirgöng að sama gagni.

Points

Umferð gangandi fólks yfir Kringlumýrarbraut til eða frá Suðurveri er gífurlega mikil nær allan daginn. Það helgast annars vegar af umferð í framhaldsskóla og grunnskóla við Hamrahlíð og hins vegar straumi fólks sem liggur í Verslunarmiðstöðina Kringluna allan daginn. Mikilvægt er að fá óhindrað flæði með göngubrú eða undirgöngum yfir Kringlumýrarbraut, koma hugsanlega í veg fyrir slys á fólki sem hleypur yfir götuna (bíður ekki eftir ljósi) og einnig til að greiða fyrir umferð á álagstímum.

Takið eftir tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi þar sem til stendur að bæta við nýrri akbraut fyrir almenningsamgögnur og lengja gangbrautina upp í átta akreinar. Betra væri að breyta ystu akreinina sem nú er að forgangsakrein en þar greinir Vegagerðina og borgina örugglega á. Það er frestur til að gera athugsemdir við skipulagstillöguna til 12. apríl: http://reykjavik.is/skipulag-i-kynningu/kringlumyrarbraut-fra-miklubraut-ad-bustadavegi-0

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information