Tveir vagnnar sem gangi réttsælis og rangsælis í öll Breiðholtshverfin með upphafsstað og endastöð í Mjódd
Ég veit ekki betur en að leiðir 3 og 4 aki í öll hverfin á móti hvor öðrum
Myndi tengja betur saman öll hverfin í Breiðholti. Í Efra Breiðholti eru mikilvægir staðir sem allir þurfa að eiga greiðan aðgang að, t.d. sundlaugin, FB, Gerðuberg, bókasafnið og Hólagarður. Í Seljahverfi er íþróttaaðstaða ÍR, Seljahlíð, fjöldi aldraðra í Árskógum og fl. Í Mjódd og nágrenni eru fjöldi góðra verslana sem allir Breiðhyltingar sækja. Ef hægt væri að ganga að góðum samgöngum milli hverfanna vísum, gæti það dregið úr bílanotkun innan Breiðholtsins.
Snilldar hugmynd. Gæti líka minnkað mikið skutl foreldra með börn á íþróttaæfingar og tómstundir sem eru út um allt hverfið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation