Loka gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar

Loka gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar

Bústaðavegur liggur í gegnum íbúðahverfi og miðað við það er óþarflega mikil umferð á honum. Miklabrautin er stofnbraut og liggur samhliða í nokkur hundruð metra fjarlægð. Það er vegalengd sem skiptir litlu sem engu máli fyrir keyrandi umferð. Það væri því upplagt að loka þessum gatnamótum. Ef til vill væri skynsamlegt að halda opnum hægri beygjum en loka alfarið vinstir beygjunum. Þetta ætti að minnka umferð um Bústaðaveginn og greiða fyrir umferð á Reykjanesbrautinni.

Points

Það er gríðarleg umferð á Bústaðarveginum og mest er bara að fara í gegnum hverfið. Við erum með skóla og íþróttasvæði beggja megin við þessa götu, sem augljóslega er ekki gott. Látum stofnæðar sjá um þessa umferð og lokum þessum gatnamótum. Hverfið yrði mun notalegra og öruggara og stofnæðin myndi batna.

Þessi aðgerð myndi minnka umferð á Bústaðaveginum með tilheyrandi kostum fyrir íbúa hverfisins. Annar stór kostur er að umferð um Reykjanesbrautina yrði greiðari sem þýða minni tafir og minni mengun. Mér finnst þetta alla vega vera miklu skynsamlegra en umræðan um mislæg gatnamót þarna.

Vinstri beygjan er nú þegar lokuð á álagstímum, sem dregur mikið úr töfum á Reykjanesbrautinni. Umferðin á Bústaðaveginum tekur e.t.v. smá kúf af Miklubrautinni, en svo er umferð fólks úr hverfinu væntanlega talsverð á háannatíma.

Frábær laus, taka alveg fyrir vinstri beygju af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg, hægt væri að taka hægri beygju inn á Bústaðaveg af Sæbraut. Bústaðarvegur myndi annars enda við Sprengisand

Það væri algjör draumur ef þessi gatnamót væru lokuð, a.m.k. vinstri beygjurnar - þær eru stórhættulegar.

Ég hef grun um að mikill meirihluti bíla sem keyrir um Bústaðaveginn sé umferð í gegnum hverfið. Ég sem íbúi í hverfinu myndi frekar vilja taka smá krók á leið mína fyrir það að Bústaðavegurinn væri öruggari fyrir börn að fara yfir og væri huggulegri gata í hverfinu okkar.

Það þarf að byggja mislæg gatnamót. Sá kostnaður yrði á ríkið og Vegagerðina. Búið að teikna en Borgin hefur ekki sóttu um styrki frá Vegagerðinni til að fara í þessa framkvæmd...sem myndi leysa mörg vandamál.

Þessar vinstri beygjur eru óþarfar með öllu. Mislægt gatnamót eru líklega ein mesta peningasóun sem ég veit um og sóun á plássi. Hafa hægri beygjur opnar og hægt að nota nálægar umferðar slaufur (Ártúnsbrekku og við Breiðholt/Kópavog). Auka ferðalag sem munar litlu fyrir bílaumferð. Það myndi toppa það að taka niður óþörfu ljósin upp við Stekkjarbakka og setja hringtorg (EINA akrein) í staðinn. Bætir flæði töluvert og nýtir núverandi æðar betur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information