Það er mikill sóðaskapur að tyggjóklessum í miðbænum og kostar fé og fyrirhöfn að hreinsa gangstéttarnar. Klessurnar eru sérstaklega áberandi fyrir utan bari (t.d. á Klapparstíg og í Bankastræti) og búðir sem eru opnar allan sólarhringinn (t.d. í Austurstræti). Setjum svolitla peninga í áróðursherferð með húmor sem kennir fólki að spýta ekki út úr sér tyggjóinu hvar sem er. Þá getum við vonandi (með tíð og tíma) sparað hreinsunarkostnað á móti.
„TENGJUM PUNKTANA!“: Gæti gert klessurnar aðlaðandi :(
„TENGJUM PUNKTANA!“ Allir fá krítar og strika milli punktanna svo úr verður eitt risastórt geometrískt umhverfisverk. (Drónamyndataka gerir svo öllu skil). Vekur athygli á fjölda og útbreiðslu tyggjóklessa.
Ræðst að uppsprettu vandans!
Hugmynd: Fuglar geta drepist af einni tyggjóklessu. Merkilegt að fólk sjá samt ekki bara hvað það er ógeðslegt að henda tyggjói (og stubbum) og skammist sín fyrir þegar þau gera það. Flestum finns pínlegt að pissa á sig... en það virðist bara vera ok hrækja tyggjói. Ég er stórnotandi á nikótíntyggjói og það er ekkert mál að pakka notuðu tyggjói inn geyma fram að næstu ruslafötu . **Helst ætti að sekta fyrir að henda tyggjói (og öðru rusli) þannig lærði landinn að nota öryggisbelti.
Ætla að henda inn mynd af sniðugum hugmyndum af tyggjó/stubbahús sem London gerði. http://www.awesomeinventions.com/wp-content/uploads/2015/09/Londons-Way-Of-Stopping-Littering.jpg
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation