Mikil óþarfa umferð og gegnumakstur er í Hæðargarðinum sem myndi leysast ef götunni yrði lokað í annan endann. Þarna er mikið af börnum, leikskóli, aðgangur að Breiðagerðisskóla, íbúðir fyrir aldraða svo eitthvað sé nefnt. Menn nota götuna gjarnan til að stytta leiðir, forðast umferðaljós og biðraðir við Bústaðaveg og Grensásveg. Gatan yrði öruggari, barn- og vistvænni
Mikið um óþarfa umferð og gegnumakstur þar sem menn reyna að komast hraðar yfir og losna við umferð og ljós á Grensásvegi og Bústaðavegi. Mikill friður og öryggi myndi færast yfir götuna og leysa bæði hraða vandamál og jafnvel bílastæðavandamál. Börnin okkar yrðu öruggari í gjötunni
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation