Í botni Flúðasels er stórt vandamál með bílastæðin. Þarft væri að halda fund um málið þar sem mér skylst að borgin eigi sum stæðin með okkur íbúunum.
Það virðist vera of mikið af bílum fyrir þessi stæði og maður getur varla boðið gestum í kvöldmat því þeir fá ekki stæði. Þó eru margir svo heppnir að eiga stæði í bílskýli. Eins er að fólk úr næstu götum er að leggja hérna líka. Bílar eru hér út um allt, niðri í innkeyrslu á bílastæðishúsi og upp á grasi eða gangstéttum.
Alltaf verið vöntun á bílastæðum...helling af grænum svæðum sem væri hægt að útbúa stæði á.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation