Tónlistarbekkur á Markúsartorg

Tónlistarbekkur á Markúsartorg

Settur verði upp sérstakur bekkur á Markúsartorg yfir sumartímann með innbyggðu Bluetooth kerfi og hátölurum sem vegfarendur geta tengt sig við og spilað tónlist í gegnum. Það ætti að vera tiltölulega lítið mál að hanna og smíða bekk yfir litla bluetooth hátalara sem myndu duga til að skapa skemmtilega stemmningu fyrir þá sem vilja hlusta á tónlist í góða veðrinu (hæfilega hátt/lágt stillta). Svo yrði bekkurinn færanlegur þannig að hann gæti flakkað innan hverfis á viðburði o.þ.h.

Points

Vá frábær hugmynd! Mætti setja á fleiri staði í borginni.

Tónlist gefur lífinu gildi og götunum lit. Með þessum hætti er hægt að fá meiri tónlist og líf í hverfið. Hægt er að hafa bekkinn á svæði þar sem hann truflar ekki íbúa og síðan má taka strauminn af honum yfir nóttina (t.d. með tengingu við Gerðuberg). Bekkurinn myndi líka nýtast víðar í hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information