Útbúa þrektæki, í nágrenni við Rauðavatn. Jafnvel í skóginum sem þar er við. þrektækin gætu verið upphífingarstöng, réttstöðutæki, kaðall, bekkpressa, handapressa o.m.fl. Það eru flottar fyrirmyndir af slíkum görðum í Stokkhólmi.
Rauðavatn og Norðlingaholtið er mikil útivistarparadís. Þar fer fólk mikið í göngutúra, fer á hestbak, skokkar og eða fylgir öðrum áhugamálum. Það sem vantar er að búa til þessa þrek-kjarna til að búa til enn skemmtilegri tilgang fyrir svæðið.
Stórglæsileg hugmynd. Svæðið bíður uppá slíkt og um að gera að vera með svæði líkt og þetta sem er hvetjandi fyrir fjölskyldur til að auka hreyfingu og útivist.
Frábær hugmynd
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation