Þegar keyrt er inn Þorláksgeislann er lágreist trjábeð á vinstri hönd. Trjágróðurinn á í vök að verjast fyrir grasi og öðrum arfa sem er oft hærri en trén sjálf. Ef gras og arfi er reytt frá trjánum, þó ekki sé nema einu sinni á ári, mun þetta miðlæga svæði í Grafarholti verða meira til prýði en nú er.
Þetta trjábeð, eins illa hirt og það er nú, er lýti á hverfinu. Einhver sagði að trjábeðið ætti að vera sjálfbært, en ef trjábeðið er ekki hirt og gras og arfi hreinsaður frá trjánum munu trén aldrei ná sé á strik svo sómi sé af. Eins og trjábeðið er nú er það mjög sóðalegt og hverfinu ekki til sóma.
Alveg til skammar að ekki hafi verið hugsað um þenna reit og ætti að bæta það,
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation