Banna ætti umferð stórra rúta á svæðinu í kringum Hlemm (Holt og Norðurmýri).
Hef séð rútu taka hliðarspegil af bíl sem var lagður á Flókagötunni. Rútubilstjórinn stöðvaði ekki til að gá hvað hafði gerst heldur hélt áfram.
Það ætti að banna umferð stórra rúta á svæðinu í kringum Hlemm (Holt og Norðurmýri) þar sem þær eru mjög oft að hefta umferð og stoppa lengi úti á miðri götu þar sem ekki er neinn aðbúnaður fyrir rútur til að stoppa í þessu hverfi. Það ætti að vera lítið mál fyrir fyrirtækin að sækja á hótelin í nágrenninu á minni rútum og sameina í stórar rútur á BSÍ.
Banna allar skutlur frá Snorrabraut til Rauðarárstígs.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation