Umferð eldsneytistankbíla er í besta falli varhugaverð um þröngar götur um miðbæ Reykjavíkur og framhjá gömlu höfninni, hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum í hvalaskoðun og veitingastöðum en gamla hafnarsvæðið er nú iðandi af lífi og mikill fjöldi fólks er á þessu svæði daglega, alla daga vikunnar. Auk þess er almenn umferðarþungi um gatnamót Mýrar-, Ægis- og Geirsgötu komin yfir velsæmismörk. Ég vil ekki hugsa það til enda að tankbíll lenti í óhappi í miðbænum.
Þarf að útskýra það nánar m.t.t. gríðarlegrar umferðar á þessari leið og fjölda ferðamanna og þjónustufyrirtækja á svæðinu?
Þröngar götur og mikil almenn umferð bíla og gangandi vegfarenda sem sækja þjónustu á þessu svæði. Þjónusta þarna hefur stóraukist á s.l. 5-10 árum sem og umferð gangandi vegfarenda og þjónustufyrirtækja af ýmsu tagi.
... og fá allt á Hringbraut, sem þolir það ekki heldur?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation