Það vantar að gera tröppur yfir hljóðmön sem er vestan megin við Höfða og er við Guðrúnartún. Þar eru túristar búnir að sparka upp grasið í hljóðmöninni sem er ekki glæsilegt að sjá. Túristar eru sumir í vandræðum að komast yfir þessa hljóðmön og sumir detta. Það er betra að hafa göngustíg og tröppur þarna en moldarfar sem grey ferðalangarnir detta í.
Það eru mjög margir ferðamenn sem heimsækja Höfða. Margir þeirra vilja ganga í vestur frá Höfða til að komast á göngustíg sem er meðfram sjónum til að ganga niður í bæ. Það vantar leiðir frá Höfða í vestur og suður.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation