Umferð um Mýrargötuna er þung og umtalsvert meiri en gatan ber. Þar fyrir utan eiga olíuflutningabílar leið um götuna á hvaða tímum dags sem er. Helst þarf að fjarlæga olíutankana úr Örfirisey, enda tímaskekkja að þeir séu þar, en þar til þyrfti að takmarka umferð olíuflutningabíla við ákveðna tíma sólarhringsins þegar fáir eru á ferð, svo sem á morgnana áður en umferð íbúa til vinnu og skóla hefst. Með stöðugum olíuflutningum um þessa snarbiluðu umferðargötu erum við að taka óþarfa áhætta.
Skapar hættu og aukna umferð stórra bifreiða. Leita þyrfti leiða til að takmarka umferð um Mýrargötuna með öllum tiltækum ráðum. Þessi olíuflutningaumferð á að víkja fyrir hagsmunum íbúa.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation