Á þessum slóðum eru fiskreitir eða stakkstæði á vegum togarafélagsins Kveldúlfs frá 3. og 4. áratug 20. aldar. Stakkstæðið er staðsett og afmarkað norðan megin við bílastæði norðan Háteigskirkju. Þetta er sögu- og menningarlegar minjar sem þarfnast varðveislu og merkingar til upplýsinga fyrir borgarbúa og ferðamenn.
Áhugavert!
Merkingar við sögulegar minjar
Eða bara skella hundagerði á þetta!
Þetta er síðasta stakkstæðið í Reykjavík. Það er í góðu ástandi samkv. Minjastofnun. Saltfiskverkun á stakkstæðum er hluti af sögu okkar og menningu. Gengið hefur verið hart fram í Reykjavík síðustu ár og áratugi við að þurrka út sögulegar minjar. Nú er mál að linni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation