Efst við Holtasel þar sem það mætir Hæðarseli var leiksvæði fyrir minnstu börnin. Nú er ekkert þarna.
Á þessu leiksvæði hittist fólk með minnstu börnin þar sem þetta er mjög innilokað og öruggt og því ákjósanlegt með litlum leiktækjum. Í upphafi tóku íbúarnir að sér að gróðursetja í svæðið og einnig var þetta mjög ákjósanlegur samkomustaður fyrir fjölskyldurnar t.d. á vorin og þá voru haldnar þar grillveislur. En svo voru leiktækin fjarlægð og nú er ekkert þarna. Þarna gætu verið rólur, rennibraut og einhver smátæki.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation